Billjónsdagbók 28.3 28. mars 2007 05:45 ICEX 7.516,56, þegar ég steig inn í nýju túrbósturtuna í morgun, og Dow Jones 12.481,01 þegar ég fékk í mig straum af steríógræjunum í sturtunni. Það er ókyrrð á markaðnum. Tekur á taugarnar. Venjulegir Íslendingar halda að það sé eintóm ánægja að eiga milljarða í hlutabréfum. Þeir vita ekki hvað það er að vera 167 milljarða virði, þegar maður vaknar, og þurfa svo að staulast í rúmið um kvöldið aðeins 145 milljarða virði eftir slæman dag í kauphöllum heimsins. Það er virkilega sárt. Mallí kom fram klukkan hálfníu. Ég hélt hún væri veik en hún sagði að einkaþjálfarinn hefði skipað henni að koma fastari reglu á daglega rútínu, hafa ákveðinn lífsryþma, fara á fætur á sama tíma og annað fólk - eins og hún væri að fara í vinnu - og fara í rúmið á sama tíma eins og annað fólk. Ég sagði að hún væri ekki eins og annað fólk. Stóreignafólki hentaði ekki sami lífsryþmi og venjulegu fólki. Mallí sagðist ekki borga 20 kall fyrir ráðleggingu sem hún færi svo ekki eftir. Hún heldur ekki lengi út. Ég veit það. Mallí hefur notið þess að þurfa ekki að fara á fætur síðan ég fór fyrir alvöru að ná fótfestu á markaðnum. Fundur hjá Avarice í Þjóðmenningarhúsinu. Ég lagði Hömmernum við hliðina á Landkrúsernum hans Gogga Magg. Ég hef aldrei séð nokkurn mann verða eins svekktan og Gogga þegar hann sá mig stíga úr Hömmernum. „Svo þú ert kominn á Hömmer," gat hann loks stunið upp. „Er hann ekki óþægilega þungur og stór í bæjarumferð?" - Er hann ekki óþægilega þungur og stór í bæjarumferð?! Eins og það sé eitthvert umhugsunaratriði fyrir kjölfestufjárfesti. Svona er öfundin mögnuð hjá mönnum sem eru ekki enn vaxnir fjárhagslega upp úr Land Krúser. Þeir verða bara að horfast í augu við breyttan veruleika. Land Krúser - tákn um lúser, segi ég. Alcan er að reyna að koma viti fyrir Hafnfirðinga og fá þá til þess að hættu þessu sífellda umhverfisverndarvæli. Hvað getur fólk haft á móti því þótt það sjáist í álver út um stofugluggann hjá því? Sumt af þessu fólki í Sól í Straumi er jafnvel vinstrisinnað listasnobbslið sem tekur andköf yfir samtímalist. Álver er þó hátíð við hliðina á samtímalist. Svo gera flestir Gaflarar hvort sem er ekkert annað en að horfa á sjónvarp eða vafra á Netinu þegar þeir eru heima hjá sér. Skiptir engu máli hvað þeir sjá út um gluggana. Ef ég væri Gaflari myndi ég kjósa með álveri. En ég er ekki Gaflari, guði sé lof. Komið að háttatíma. Verð að fá rafmagnsmann á morgun til að líta á steríógræjurnar í túrbósturtunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
ICEX 7.516,56, þegar ég steig inn í nýju túrbósturtuna í morgun, og Dow Jones 12.481,01 þegar ég fékk í mig straum af steríógræjunum í sturtunni. Það er ókyrrð á markaðnum. Tekur á taugarnar. Venjulegir Íslendingar halda að það sé eintóm ánægja að eiga milljarða í hlutabréfum. Þeir vita ekki hvað það er að vera 167 milljarða virði, þegar maður vaknar, og þurfa svo að staulast í rúmið um kvöldið aðeins 145 milljarða virði eftir slæman dag í kauphöllum heimsins. Það er virkilega sárt. Mallí kom fram klukkan hálfníu. Ég hélt hún væri veik en hún sagði að einkaþjálfarinn hefði skipað henni að koma fastari reglu á daglega rútínu, hafa ákveðinn lífsryþma, fara á fætur á sama tíma og annað fólk - eins og hún væri að fara í vinnu - og fara í rúmið á sama tíma eins og annað fólk. Ég sagði að hún væri ekki eins og annað fólk. Stóreignafólki hentaði ekki sami lífsryþmi og venjulegu fólki. Mallí sagðist ekki borga 20 kall fyrir ráðleggingu sem hún færi svo ekki eftir. Hún heldur ekki lengi út. Ég veit það. Mallí hefur notið þess að þurfa ekki að fara á fætur síðan ég fór fyrir alvöru að ná fótfestu á markaðnum. Fundur hjá Avarice í Þjóðmenningarhúsinu. Ég lagði Hömmernum við hliðina á Landkrúsernum hans Gogga Magg. Ég hef aldrei séð nokkurn mann verða eins svekktan og Gogga þegar hann sá mig stíga úr Hömmernum. „Svo þú ert kominn á Hömmer," gat hann loks stunið upp. „Er hann ekki óþægilega þungur og stór í bæjarumferð?" - Er hann ekki óþægilega þungur og stór í bæjarumferð?! Eins og það sé eitthvert umhugsunaratriði fyrir kjölfestufjárfesti. Svona er öfundin mögnuð hjá mönnum sem eru ekki enn vaxnir fjárhagslega upp úr Land Krúser. Þeir verða bara að horfast í augu við breyttan veruleika. Land Krúser - tákn um lúser, segi ég. Alcan er að reyna að koma viti fyrir Hafnfirðinga og fá þá til þess að hættu þessu sífellda umhverfisverndarvæli. Hvað getur fólk haft á móti því þótt það sjáist í álver út um stofugluggann hjá því? Sumt af þessu fólki í Sól í Straumi er jafnvel vinstrisinnað listasnobbslið sem tekur andköf yfir samtímalist. Álver er þó hátíð við hliðina á samtímalist. Svo gera flestir Gaflarar hvort sem er ekkert annað en að horfa á sjónvarp eða vafra á Netinu þegar þeir eru heima hjá sér. Skiptir engu máli hvað þeir sjá út um gluggana. Ef ég væri Gaflari myndi ég kjósa með álveri. En ég er ekki Gaflari, guði sé lof. Komið að háttatíma. Verð að fá rafmagnsmann á morgun til að líta á steríógræjurnar í túrbósturtunni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun