Straumsvík 24. mars 2007 00:01 Nú skilst mér að fjölskylduboðin suður í Hafnarfirði logi í rökræðum á milli stuðningsmanna stækkunar í Straumsvík og þeirra sem eru alfarið á móti. Sjálfur er ég á móti þessari stækkun af alls kyns ástæðum og þar sem ég er jafnframt í framboði í kjördæminu hef ég fengið minn skerf af heitum umræðum í heimahúsum, sem sjálfsagt eiga eftir að færast í vöxt á næstu dögum, því eftir viku verður kosið. SAMA hvað mönnum kann að finnast um stækkunina - en mér sýnist að bæjarfélagið skiptist í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni með tilheyrandi áhrifum á fjölskylduboð - að þá markar þetta hitamál í Hafnarfirði ein stórkostleg tímamót sem mér finnast ansi hreint merkileg og full ástæða er til að halda á lofti: Hér er verið að hrinda hugsjóninni um beint íbúalýðræði í framkvæmd. Hvorki meira né minna. MARGIR tala um svoleiðis lýðræði á hátíðarstundum, en hér er semsagt hugsjónin orðin að veruleika. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur það inni í samþykktum sínum að íbúar skuli ganga til atkvæðagreiðslu um öll stærri mál sem varða bæjarfélagið. Núna kom slíkt mál inn á borð bæjarstjórnar. Það varðar tillögu að nýju deiliskipulagi, sem felur í sér stækkað álver í Straumsvík. Það er risastórt mál. Í samræmi við samþykktina eru því farið með málið í atkvæðagreiðslu. VIÐ eigum að gera meira af þessu, Íslendingar. Í þessu tiltekna máli - stækkun álversins -- hafa alls kyns ákvarðanir verið teknar af landsstjórninni og á hinum ýmsu stjórnsýslustigum um leyfi og samninga sem öll eru liðir í því að heimila stækkun. Það er hins vegar ekki fyrr en málið kemur til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fólkið fær rödd. Þá er það loksins spurt álits. Ekki man ég eftir því til samanburðar að hinar ákvarðanirnar allar hafi fengið mikla umræðu, þó svo mikilvægi þeirra hafi ekki verið síðra. LÝÐRÆÐI er auðvitað vandmeðfarið. Stundum vilja ýmis grundvallaratriði skolast til í umræðunni, sérstaklega þegar hiti er kominn í hana. Til dæmis halda sumir að atkvæðagreiðsla af þessu tagi sé komin til vegna þess að yfirvaldið viti ekki sjálft hvað það eigi að gera. Það er mikill og stór misskilningur. Yfirvaldið spyr íbúana út af ákveðinni lýðræðishugsjón, en ekki vegna þess að það veit ekki sjálft hvað það vill. Yfirvaldið segir: Í svona málum viljum við að valdið sé hjá fólkinu. Þessi fagra hugsjón var orðuð ágætlega hér í eina tíð á ensku: Power to the people. Í Hafnarfirði er kosið um skipulagstillögu. Ef íbúar segja nei, verður -- blessunarlega að mínu mati -- engin stækkun. Ef þeir segja já, er stór áfangi tekinn í átt að stækkun. Aðrar ákvarðanir á þá eftir að taka, eins og um virkjun í Þjórsá og fleira. Ef til þess kemur vona ég að þær ákvarðanir fái jafnlýðræðislega meðferð og þessi í Hafnarfirði, því málsmeðferðin þar er bæði söguleg og til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Nú skilst mér að fjölskylduboðin suður í Hafnarfirði logi í rökræðum á milli stuðningsmanna stækkunar í Straumsvík og þeirra sem eru alfarið á móti. Sjálfur er ég á móti þessari stækkun af alls kyns ástæðum og þar sem ég er jafnframt í framboði í kjördæminu hef ég fengið minn skerf af heitum umræðum í heimahúsum, sem sjálfsagt eiga eftir að færast í vöxt á næstu dögum, því eftir viku verður kosið. SAMA hvað mönnum kann að finnast um stækkunina - en mér sýnist að bæjarfélagið skiptist í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni með tilheyrandi áhrifum á fjölskylduboð - að þá markar þetta hitamál í Hafnarfirði ein stórkostleg tímamót sem mér finnast ansi hreint merkileg og full ástæða er til að halda á lofti: Hér er verið að hrinda hugsjóninni um beint íbúalýðræði í framkvæmd. Hvorki meira né minna. MARGIR tala um svoleiðis lýðræði á hátíðarstundum, en hér er semsagt hugsjónin orðin að veruleika. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið á Íslandi sem hefur það inni í samþykktum sínum að íbúar skuli ganga til atkvæðagreiðslu um öll stærri mál sem varða bæjarfélagið. Núna kom slíkt mál inn á borð bæjarstjórnar. Það varðar tillögu að nýju deiliskipulagi, sem felur í sér stækkað álver í Straumsvík. Það er risastórt mál. Í samræmi við samþykktina eru því farið með málið í atkvæðagreiðslu. VIÐ eigum að gera meira af þessu, Íslendingar. Í þessu tiltekna máli - stækkun álversins -- hafa alls kyns ákvarðanir verið teknar af landsstjórninni og á hinum ýmsu stjórnsýslustigum um leyfi og samninga sem öll eru liðir í því að heimila stækkun. Það er hins vegar ekki fyrr en málið kemur til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fólkið fær rödd. Þá er það loksins spurt álits. Ekki man ég eftir því til samanburðar að hinar ákvarðanirnar allar hafi fengið mikla umræðu, þó svo mikilvægi þeirra hafi ekki verið síðra. LÝÐRÆÐI er auðvitað vandmeðfarið. Stundum vilja ýmis grundvallaratriði skolast til í umræðunni, sérstaklega þegar hiti er kominn í hana. Til dæmis halda sumir að atkvæðagreiðsla af þessu tagi sé komin til vegna þess að yfirvaldið viti ekki sjálft hvað það eigi að gera. Það er mikill og stór misskilningur. Yfirvaldið spyr íbúana út af ákveðinni lýðræðishugsjón, en ekki vegna þess að það veit ekki sjálft hvað það vill. Yfirvaldið segir: Í svona málum viljum við að valdið sé hjá fólkinu. Þessi fagra hugsjón var orðuð ágætlega hér í eina tíð á ensku: Power to the people. Í Hafnarfirði er kosið um skipulagstillögu. Ef íbúar segja nei, verður -- blessunarlega að mínu mati -- engin stækkun. Ef þeir segja já, er stór áfangi tekinn í átt að stækkun. Aðrar ákvarðanir á þá eftir að taka, eins og um virkjun í Þjórsá og fleira. Ef til þess kemur vona ég að þær ákvarðanir fái jafnlýðræðislega meðferð og þessi í Hafnarfirði, því málsmeðferðin þar er bæði söguleg og til fyrirmyndar.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun