Ólafur Lárusson myndlistarmaður sýnir verk sín hjá Ófeigi gullsmið á Skólavörðustíg. Sýningin var opnuð í byrjun mánaðarins en þar er að finna verk sem listamaðurinn gerði eftir mikla ævintýraför sína til Kína á haustdögum 2006.
Sýningunni lýkur næstkomandi miðvikudag, hinn 28. mars.
