Vodafone skrifar undir á Indlandi 16. mars 2007 00:01 Arun Sarin, forstjóri Vodafone og Ravi Ruia, varaformaður stjórnar Essar, takast í hendur eftir að Vodafone skrifaði undir kaup á meirihlutaeign í fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Mynd/AFP Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Í samningnum er kveðið á um að félagið muni skipta um nafn og muni eftirleiðis heita Vodafone Essar og verða vörur og öll þjónusta félagsins auglýstar undir merki Vodafone. Ravi Ruia, varastjórnarformaður Essar, sem fer með 33 prósenta hlut í félaginu, verður eini fulltrúi Essar í stjórn fjarskipafélagsins en hann verður stjórnarformaður Vodafone Essar. Þetta er þvert á væntingar Essar sem upphaflega fór fram á jafna skiptingu í stjórn Vodafone Essar. Vodafone mun sömuleiðis hafa forkaupsrétt að öllum bréfum félagsins ákveði Essar að losa sig við þau. Fátt bendir hins vegar til þess að Vodafone kaupi Essar út úr félaginu en indversk hlutafélagalög meina erlendum aðilum að eiga meira en 74 prósent í innlendum fjarskiptafélögum. Breska ríkisútvarpið segir Vodafone stefna að mikilli uppbyggingu á Indlandi og hafi eyrnamerkt tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 262 milljarða íslenskra króna, sérstaklega vegna þessa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forsvarsmenn breska farsímarisans Vodafone undirrituðu í gær formlegan samning um kaup á 67 prósenta hlut í indverska fjarskiptafélaginu Hutchison Essar. Félagið er fjórða stærsta fjarskiptafélag Indlands og þykir hafa opnað Vodafone dyrnar á einn af mest vaxandi farsímamörkuðum í heimi. Í samningnum er kveðið á um að félagið muni skipta um nafn og muni eftirleiðis heita Vodafone Essar og verða vörur og öll þjónusta félagsins auglýstar undir merki Vodafone. Ravi Ruia, varastjórnarformaður Essar, sem fer með 33 prósenta hlut í félaginu, verður eini fulltrúi Essar í stjórn fjarskipafélagsins en hann verður stjórnarformaður Vodafone Essar. Þetta er þvert á væntingar Essar sem upphaflega fór fram á jafna skiptingu í stjórn Vodafone Essar. Vodafone mun sömuleiðis hafa forkaupsrétt að öllum bréfum félagsins ákveði Essar að losa sig við þau. Fátt bendir hins vegar til þess að Vodafone kaupi Essar út úr félaginu en indversk hlutafélagalög meina erlendum aðilum að eiga meira en 74 prósent í innlendum fjarskiptafélögum. Breska ríkisútvarpið segir Vodafone stefna að mikilli uppbyggingu á Indlandi og hafi eyrnamerkt tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 262 milljarða íslenskra króna, sérstaklega vegna þessa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira