Sonic and the Secret Rings - þrjár stjörnur 12. mars 2007 10:00 Blái broddgölturinn snýr aftur í einum skásta leik sínum undanfarin ár. Það segir samt meira um fyrri leikina en þennan, sem er rétt yfir meðallagi. Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga. Færri vita hins vegar að síðan þá hefur Sonic-serían drabbast hratt og örugglega niður, og hafa síðustu tíu leikir eða svo farið beinustu leið í tilboðshrúguna á næstu bensínstöð. Það var því ekki við miklu að búast þegar Sega gaf út nýjasta Sonic leikinn á Nintendo Wii, sem ber nafnið Sonic and the Secret Rings. Eftir nokkurra klukkutíma spilun kemur hins vegar í ljós að leikurinn er ekki svo slæmur. Leikmaðurinn er í hlutverki Sonic, sem vaknar einn daginn við að andi biður hann að bjarga sögunum í Þúsund og einni nótt, sem vondi kallinn Erazor Djinn er að stroka út með göldrum sínum. Sonic er fluttur inn í bókina og upphefst þá fjörið. Í grunninn snýst leikurinn um að stýra Sonic í gegnum eitt borð af öðru, þar sem hann hleypur á geysilegum hraða milli hindrana, drepur óvini og kemst í mark. Leikmaðurinn stýrir Sonic með því að halla Wii-fjarstýringunni til hliðar og færir hana áfram til að drepa óvinina auk þess að nota takkana. Vissulega er sagan vandræðalega léleg, raddsetningin svo slæm að ég skipti samstundis yfir á japanskt tal til að losna við bjánahrollinn og tónlistin innantómt táningarokk, en leikurinn sjálfur er vel spilanlegur og á köflum nokkuð skemmtilegur. Borðin sjálf eru líka falleg og sæmilega gerð, þó þau séu ansi fá. Sonic aðdáendur sem hafa reglulega orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum undanfarin ár gætu keypt margt verra en þennan leik. Hann er tiltölulega klassískur af Sonic-leik að vera og hraðatilfinningin sem einkennir broddgaltarleikina er til staðar. Þeir sem hafa hins vegar ekki mikinn áhuga á Sonic og langar bara í einhvern hraðan leik sem stýrt er með því að hreyfa Wii-fjarstýringuna eins og stýri ættu frekar að kaupa sér Excite Truck. Salvar Þór Sigurðarson Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga. Færri vita hins vegar að síðan þá hefur Sonic-serían drabbast hratt og örugglega niður, og hafa síðustu tíu leikir eða svo farið beinustu leið í tilboðshrúguna á næstu bensínstöð. Það var því ekki við miklu að búast þegar Sega gaf út nýjasta Sonic leikinn á Nintendo Wii, sem ber nafnið Sonic and the Secret Rings. Eftir nokkurra klukkutíma spilun kemur hins vegar í ljós að leikurinn er ekki svo slæmur. Leikmaðurinn er í hlutverki Sonic, sem vaknar einn daginn við að andi biður hann að bjarga sögunum í Þúsund og einni nótt, sem vondi kallinn Erazor Djinn er að stroka út með göldrum sínum. Sonic er fluttur inn í bókina og upphefst þá fjörið. Í grunninn snýst leikurinn um að stýra Sonic í gegnum eitt borð af öðru, þar sem hann hleypur á geysilegum hraða milli hindrana, drepur óvini og kemst í mark. Leikmaðurinn stýrir Sonic með því að halla Wii-fjarstýringunni til hliðar og færir hana áfram til að drepa óvinina auk þess að nota takkana. Vissulega er sagan vandræðalega léleg, raddsetningin svo slæm að ég skipti samstundis yfir á japanskt tal til að losna við bjánahrollinn og tónlistin innantómt táningarokk, en leikurinn sjálfur er vel spilanlegur og á köflum nokkuð skemmtilegur. Borðin sjálf eru líka falleg og sæmilega gerð, þó þau séu ansi fá. Sonic aðdáendur sem hafa reglulega orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum undanfarin ár gætu keypt margt verra en þennan leik. Hann er tiltölulega klassískur af Sonic-leik að vera og hraðatilfinningin sem einkennir broddgaltarleikina er til staðar. Þeir sem hafa hins vegar ekki mikinn áhuga á Sonic og langar bara í einhvern hraðan leik sem stýrt er með því að hreyfa Wii-fjarstýringuna eins og stýri ættu frekar að kaupa sér Excite Truck. Salvar Þór Sigurðarson
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira