Gjörningaklúbburinn hannar fyrir umslag Bjarkar 4. mars 2007 10:00 Gjörningaklúbburinn Þær Eirún, Jóní og Sigrún hanna kjóla fyrir nýjasta umslag Bjarkar Gjörningaklúbburinn hefur verið fengin til að hanna búninga fyrir umslagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmdunsdóttur. Þetta staðfesti Eirún Sigurðardóttir en hún skipar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hróflsdóttur. Eirún vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af henni en sagði þó að stíllinn yrði í líkingu við það sem Björk er hvað þekktust fyrir. „Við verjumst allra frétt en lofum því þó að þetta á eftir að vera í takt við það sem Björk hefur verið að gera,“ segir listakonan. Hún tekur þó skýrt fram að þær komi ekki að myndatöku fyrir umslagið né hanni það. Einungis sé um að ræða kjólana. Björk Guðmundsdóttir Er þekkt fyrir skrautlegan og sérstæðan klæðaburð Björk hefur verið þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í klæðaburði og mörgum er það eflaust í fersku minni þegar hún mætti til leiks á Óskarsverðlaununum í svanakjólnum fræga árið 2001. Þá vakti kjóll hennar við setningu Ólympíuleikanna verðskuldaða athygli og ljóst að verkefnið hefur verið ærið fyrir Gjörningaklúbbinn. Mikil spenna ríkir fyrir nýjustu plötu Bjarkar sem verður fyrsta hljóðversskífa hennar í þó nokkurn tíma. Á heimasíðu söngkonunnar á föstudaginn var síðan tilkynnt um nafnið og útgáfudag en hún ku heita Volta og kemur út sjöunda maí. Að sögn Einars Arnar Benediktssonar hjá Smekkleysu var farið mjög varlega í allar upplýsinagjöf á netinu og ekki gefin út nöfnin á lögunum af ótta við stuld frá sjóræningjaútgáfum. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gjörningaklúbburinn hefur verið fengin til að hanna búninga fyrir umslagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmdunsdóttur. Þetta staðfesti Eirún Sigurðardóttir en hún skipar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hróflsdóttur. Eirún vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið náði tali af henni en sagði þó að stíllinn yrði í líkingu við það sem Björk er hvað þekktust fyrir. „Við verjumst allra frétt en lofum því þó að þetta á eftir að vera í takt við það sem Björk hefur verið að gera,“ segir listakonan. Hún tekur þó skýrt fram að þær komi ekki að myndatöku fyrir umslagið né hanni það. Einungis sé um að ræða kjólana. Björk Guðmundsdóttir Er þekkt fyrir skrautlegan og sérstæðan klæðaburð Björk hefur verið þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í klæðaburði og mörgum er það eflaust í fersku minni þegar hún mætti til leiks á Óskarsverðlaununum í svanakjólnum fræga árið 2001. Þá vakti kjóll hennar við setningu Ólympíuleikanna verðskuldaða athygli og ljóst að verkefnið hefur verið ærið fyrir Gjörningaklúbbinn. Mikil spenna ríkir fyrir nýjustu plötu Bjarkar sem verður fyrsta hljóðversskífa hennar í þó nokkurn tíma. Á heimasíðu söngkonunnar á föstudaginn var síðan tilkynnt um nafnið og útgáfudag en hún ku heita Volta og kemur út sjöunda maí. Að sögn Einars Arnar Benediktssonar hjá Smekkleysu var farið mjög varlega í allar upplýsinagjöf á netinu og ekki gefin út nöfnin á lögunum af ótta við stuld frá sjóræningjaútgáfum.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira