Frjáls vilji og nauðhyggja 10. janúar 2007 05:45 Á miðöldum deildu lærðir menn um það hvort hinn venjulegi og almenni syndari, hefði frjálsan vilja, og gæti þannig forðast freistingar og tálsnörur djöfulsins, eða að honum væri ákveðin forlög fyrirfram samkvæmt klukkuverki sköpunar Guðs og réði veslingurinn því engu um það hvort breytni hans stefndi sál hans til eilífrar glötunar ellegar sáluhjálpar. Ýmsir forystumenn prótestanta gegn ofurvaldi páfa og kaþólskrar kirkju gengu svo langt að staðhæfa að ætlunarverk Guðs væri svo fyrirfram ákveðið í smáatriðum, að breytni manna skipti engu máli; menn gætu aðeins frelsast frá fyrirfram ákveðinni fordæmingu fyrir trúna. Hugarfarið væri það sem gilti. Þýski heimspekingurinn Hegel taldi framvindu sögunnar lúta ákveðnum lögmálum þar sem ákveðið ástand (tesa) leiddi af sér andstæðu sína (anti-tesu) og síðan upphæfust þessar andstæður í einni máttugri syntesu, sem sameinaði það besta úr tesu/syntesu, en skildi sorann eftir. Þannig var mannkynið á eilífri framfarabraut með þessu merkilega þrístökki Tíðarandans, sem einnig minnir á Heilaga þrenningu kristninnar og þarf þó ekki trúarbrögð til, því eins og allir vita þá segir fornt málæki: allt er þá þrennt er. Hegel taldi Tíðarandann hafa náð lokamarki Skaparans með Prússneska Ríkinu, sem væri Fullkomnunin sjálf. Þýski gyðingurinn Karl Marx taldi sig snúa lærimeistara sínum, Hegel, á haus þegar hann fól Stéttabaráttunni að vinda sögunni fram í stað Tíðarandans, og þannig grundvalla framsókn mannkynsins með lögmáli, sem byggðist á efnislegri baráttu hversdagsfólks fyrir nauðsynjum sínum og nauðþurftum, og stefna að þjóðskipulagi, sem tryggði þeim slíka réttláta tilhögun veraldargæða. Til þess þyrfti að útrýma bæði yfirstéttunum og Ríkinu og mundi þá renna upp upp sú gósentíð, sem líka var í árdaga mannkyns þegar lambið lá við hlið ljónsins og saup gams úr sama dalli og það, í friði og spekt. Ekkert var marxistum kærara en að vísa andstæðingum sínum á sorphauga Sögunnar, gengju þeir gegn því lögmáli sögulegrar framvindu, sem enginn mannlegur máttur fengi staðist gegn. Varla hafði reykurinn hjaðnað af þeim ríkjum marxista, sem svo sannarlega höfðu lent á sorphaugum Sögunnar, þegar ný tegund nauðhyggjumanna reis upp og og lýsti valdsmannslega yfir að tilgangslaust væri að andæfa gegn Lögmálinu. Annars vegar eru þar að verki svonefndir markaðshyggjumenn, sem telja lögmál Markaðarins ofar öllum hugarsmíðum breysks mannkyns. Hins vegar heimsvæðingarsinnar eða Globalistar, sem telja að Lögmálið stefni að einum markaði um allan heim, Markaðurinn leysi ekki aðeins þjóðRíkið af hólmi heldur og trúarbrögðin og hvers kyns hindranir, sem heimskum lýð kann að detta í hug að setja í veg hans. Oftast renna þessir hópar saman í fordæmingu sinni á úreltu þjóðríkinu og upphafningu Markaðarins sem þess yfirskilvitlega valds, sem leysir allar spurningar um réttlæti og siðferði. Þannig á það að vara bundið efnahagslegu lögmáli að íslenska krónan sé ónýt mynt og beri að henda henni fyrir alþjóðlega gjaldgenga mynt. Reynt er að telja okkur trú um að tilgangslaust sé að að spyrna móti inngöngu í Evrópusambandið. „Lögmál" alþjóðasamrunans færi okkur þangað á færibandi Tíðarandans, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Reynt er að telja okkur trú um að engu máli skipti hver eða hverjir eigi auðlindir Íslands. Alþjóðlegar fjárfestingar virði engin landamæri og það sé öllum jarðarbúum fyrir bestu. Hver sá, sem samþykkur er rugli af þessu tagi, er að afneita lýðræðinu. Það lýðræði, sem á undanförnum öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum, er grunnmúrað á þeirri sannfæringu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál" séu til sem fái bugað hann. „Lögmál markaðarins" eru að mestu mannanna verk og taka mið af þeirri siðferðis- og réttlætiskennd sem hverju sinni ríkir í þjóðfélaginu. Höfum hugfast að við búum í lýðveldi með lýðræðislegt stjórnarfar. Við getum gert hvað sem okkur sýnist, þegar okkur sýnist. Höfnum nauðhyggjunni og hefjum á loft fána hins frjálsa vilja. Við ráðum örlögum okkar sjálf, en engin utanaðkomandi „lögmál". Það lýðræði, sem á undanförnum öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum er grunnmúrað á þeirri sannfæringu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál" séu til sem fái bugað hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Á miðöldum deildu lærðir menn um það hvort hinn venjulegi og almenni syndari, hefði frjálsan vilja, og gæti þannig forðast freistingar og tálsnörur djöfulsins, eða að honum væri ákveðin forlög fyrirfram samkvæmt klukkuverki sköpunar Guðs og réði veslingurinn því engu um það hvort breytni hans stefndi sál hans til eilífrar glötunar ellegar sáluhjálpar. Ýmsir forystumenn prótestanta gegn ofurvaldi páfa og kaþólskrar kirkju gengu svo langt að staðhæfa að ætlunarverk Guðs væri svo fyrirfram ákveðið í smáatriðum, að breytni manna skipti engu máli; menn gætu aðeins frelsast frá fyrirfram ákveðinni fordæmingu fyrir trúna. Hugarfarið væri það sem gilti. Þýski heimspekingurinn Hegel taldi framvindu sögunnar lúta ákveðnum lögmálum þar sem ákveðið ástand (tesa) leiddi af sér andstæðu sína (anti-tesu) og síðan upphæfust þessar andstæður í einni máttugri syntesu, sem sameinaði það besta úr tesu/syntesu, en skildi sorann eftir. Þannig var mannkynið á eilífri framfarabraut með þessu merkilega þrístökki Tíðarandans, sem einnig minnir á Heilaga þrenningu kristninnar og þarf þó ekki trúarbrögð til, því eins og allir vita þá segir fornt málæki: allt er þá þrennt er. Hegel taldi Tíðarandann hafa náð lokamarki Skaparans með Prússneska Ríkinu, sem væri Fullkomnunin sjálf. Þýski gyðingurinn Karl Marx taldi sig snúa lærimeistara sínum, Hegel, á haus þegar hann fól Stéttabaráttunni að vinda sögunni fram í stað Tíðarandans, og þannig grundvalla framsókn mannkynsins með lögmáli, sem byggðist á efnislegri baráttu hversdagsfólks fyrir nauðsynjum sínum og nauðþurftum, og stefna að þjóðskipulagi, sem tryggði þeim slíka réttláta tilhögun veraldargæða. Til þess þyrfti að útrýma bæði yfirstéttunum og Ríkinu og mundi þá renna upp upp sú gósentíð, sem líka var í árdaga mannkyns þegar lambið lá við hlið ljónsins og saup gams úr sama dalli og það, í friði og spekt. Ekkert var marxistum kærara en að vísa andstæðingum sínum á sorphauga Sögunnar, gengju þeir gegn því lögmáli sögulegrar framvindu, sem enginn mannlegur máttur fengi staðist gegn. Varla hafði reykurinn hjaðnað af þeim ríkjum marxista, sem svo sannarlega höfðu lent á sorphaugum Sögunnar, þegar ný tegund nauðhyggjumanna reis upp og og lýsti valdsmannslega yfir að tilgangslaust væri að andæfa gegn Lögmálinu. Annars vegar eru þar að verki svonefndir markaðshyggjumenn, sem telja lögmál Markaðarins ofar öllum hugarsmíðum breysks mannkyns. Hins vegar heimsvæðingarsinnar eða Globalistar, sem telja að Lögmálið stefni að einum markaði um allan heim, Markaðurinn leysi ekki aðeins þjóðRíkið af hólmi heldur og trúarbrögðin og hvers kyns hindranir, sem heimskum lýð kann að detta í hug að setja í veg hans. Oftast renna þessir hópar saman í fordæmingu sinni á úreltu þjóðríkinu og upphafningu Markaðarins sem þess yfirskilvitlega valds, sem leysir allar spurningar um réttlæti og siðferði. Þannig á það að vara bundið efnahagslegu lögmáli að íslenska krónan sé ónýt mynt og beri að henda henni fyrir alþjóðlega gjaldgenga mynt. Reynt er að telja okkur trú um að tilgangslaust sé að að spyrna móti inngöngu í Evrópusambandið. „Lögmál" alþjóðasamrunans færi okkur þangað á færibandi Tíðarandans, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Reynt er að telja okkur trú um að engu máli skipti hver eða hverjir eigi auðlindir Íslands. Alþjóðlegar fjárfestingar virði engin landamæri og það sé öllum jarðarbúum fyrir bestu. Hver sá, sem samþykkur er rugli af þessu tagi, er að afneita lýðræðinu. Það lýðræði, sem á undanförnum öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum, er grunnmúrað á þeirri sannfæringu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál" séu til sem fái bugað hann. „Lögmál markaðarins" eru að mestu mannanna verk og taka mið af þeirri siðferðis- og réttlætiskennd sem hverju sinni ríkir í þjóðfélaginu. Höfum hugfast að við búum í lýðveldi með lýðræðislegt stjórnarfar. Við getum gert hvað sem okkur sýnist, þegar okkur sýnist. Höfnum nauðhyggjunni og hefjum á loft fána hins frjálsa vilja. Við ráðum örlögum okkar sjálf, en engin utanaðkomandi „lögmál". Það lýðræði, sem á undanförnum öldum hefur verið byggt upp á Vesturlöndum er grunnmúrað á þeirri sannfæringu að maðurinn hafi frjálsan vilja, og engin þau „lögmál" séu til sem fái bugað hann.