Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót 28. desember 2006 18:30 Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga." Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. Ríkið lækkar tekjuskatt um áramótin en á sama tíma hækka fjölmargir liðir í gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Meðal annars hækkar sundferð fullorðinna um 25%. Á móti kemur að sundferð barna lækkar um tæp 17%. Sorphirðugjöld hækka um tæp 23%. Frístundastarf eldri borgara hækkar um tæp tíu prósent. Hádegis- og kvöldmatur eldri borgara hækkar um rösk 9% tveimur mánuðum áður en ríkisstjórnin hyggst lækka matarverð um allt að 16%. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar í vor að lækka leikskólagjöld um 25% í haust, sem meirihlutinn og gerði - en nú fjórum mánuðum síðar eru þau hækkuð um tæp 9 prósent. Framsóknarflokkurinn gerði reyndar gott betur og lofaði í kosningastefnuskrá sinni ókeypis leikskóla frá 18 mánaða aldri. Aðspurður hvernig á þessu standi segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, að lækkun leikskólagjalda og sérstakur systkinaafsláttur hafi verið sérstök aðgerð. "Hitt fylgir almennum verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Ég veit ekki annað en að það hafi verið mikill þrýstingur í samfélaginu um að laun starfsfólks á leikskólum hækki svo unnt sé að manna þá."Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir hækkanir í samræmi við verðbólguspá séu eðlilegar, allt umfram það sé óeðlilegt. "Þarna er því miður um að ræða grundvallarstefnubreytingu frá þeirri fjölskylduvænu stefnu sem fylgt hefur verið hvað gjaldskrá varðar."Björn Ingi segir hækkunina ekki duga til að brúa launahækkanir hjá starfsfólki leikskóla. Aðspurður hvort þær hækkanir hafi ekki verið fyrirséðar þegar meirihlutinn lækkaði leikskólagjöldin, segir Björn Ingi að þess vegna hefðu þeir einfaldlega getað haft lækkunina minni ef ætlunin hefði verið að halda verðlagsbreytingum þar fyrir utan.Björn Ingi bendir á að verðlagsbreytingarnar gildi á báða vegu, þannig hækki framlög til dagforeldra og sömuleiðis fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar."Líklega eru mjög margir undrandi eftir kosningabaráttu síðasta vors að fyrsta verk nýs meirihluta sé að hækka gjöld á eldri borgara og barnafólk," segir Dagur."Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur," segir Björn Ingi. "Nú þegar á fyrstu sex mánuðum nýs kjörtímabils höfum við stórlækkað leikskólagjöld, tekið upp frístundakort sem munu kosta marga milljarða á kjörtímabilinu, við erum að lækka gjöld á öllum sviðum, bæta þjónustuna, en það kostar peninga."
Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira