Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum 28. desember 2006 07:45 "Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is Hestar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
"Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is
Hestar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira