Búast við tapi hjá AMR 27. desember 2006 17:42 Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur. Tapið getur numið allt að 40 sentum á hlut sem er talsvert verri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir en sú spá gerði ráð fyrir allt að 50 senta hagnaði á hlut á tímabilinu, að sögn viðskiptaritsins Business Week. Greiningaraðilar spá því hins vegar að AMR muni skila hagnaði á rekstrarárinu öllu. Gert er ráð fyrir 96 senta hagnaði á hlut sem er nokkru minna en gert hafði verið ráð fyrir áður. Meðalspá greiningaraðila á Wall Street hljóðaði upp á 1,77 dala hagnað áður en uppfærð afkomuspá var gefin út. Helsta ástæðan fyrir þessum viðsnúningi í spá greinendanna er hækkun á rekstrarkostnaði, eldsneytiskostnaði og kostnaði við hvern farþega auk þess sem álögur hafa aukist vegna tafa á flugi. Þá munu tekjur flugfélagsins ekki hafa aukist í takt við spár manna á Wall Street í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í AMR hefur hækkað um 62 sent á hlut eða um 2 prósent í dag og stendur í 30.87 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur. Tapið getur numið allt að 40 sentum á hlut sem er talsvert verri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir en sú spá gerði ráð fyrir allt að 50 senta hagnaði á hlut á tímabilinu, að sögn viðskiptaritsins Business Week. Greiningaraðilar spá því hins vegar að AMR muni skila hagnaði á rekstrarárinu öllu. Gert er ráð fyrir 96 senta hagnaði á hlut sem er nokkru minna en gert hafði verið ráð fyrir áður. Meðalspá greiningaraðila á Wall Street hljóðaði upp á 1,77 dala hagnað áður en uppfærð afkomuspá var gefin út. Helsta ástæðan fyrir þessum viðsnúningi í spá greinendanna er hækkun á rekstrarkostnaði, eldsneytiskostnaði og kostnaði við hvern farþega auk þess sem álögur hafa aukist vegna tafa á flugi. Þá munu tekjur flugfélagsins ekki hafa aukist í takt við spár manna á Wall Street í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í AMR hefur hækkað um 62 sent á hlut eða um 2 prósent í dag og stendur í 30.87 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira