Allsherjarþingið í Túrkmenistan gaf settum forseta landsins, Gurbungali Berdymukhamedov, leyfi til þess að taka þátt í forsetakosningum landsins en samkvæmt stjórnarskrá þess mátti hann ekki gefa kost ár sér.
Berdymukhamedov mun því verða í framboði ásamt fimm öðrum frambjóðendum þann 11. febrúar þegar að kosningar munu fara fram í landinu. Yfirmaður væntanlegra kosninga sagðist styðja Berdymukhamedov og lýsti því yfir að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að gera hann að forseta Túrkmenistan.