Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum.
Um var að ræða fíkniefni í neyslumagni og ætlar lögreglan að mennirnir hafi haft efnin til eigin neyslu.