Bandaríkjamenn handtóku í gær nokkra Írani sem grunaðir eru um að skipuleggja árásir í Írak. Tveir þeirra sem voru handteknir voru starfsmenn íranska sendiráðsins og voru í Írak í boði forseta landsins en þeim var fljótlega sleppt.
Samskipti þessara þriggja ríkja, Bandaríkjanna, Íraks og Írans er mjög brothætt um þessar mundir og er þetta mál ekki talið bæta á ástandið.
Íranar hafa þegar sagt að Bandaríkjamenn eigi eftir að sjá eftir þessu og forseti Íraks er víst æfur yfir því að Bandaríkjamenn hafi handtekið menn sem voru þar í boði hans.
Bandaríkjamenn vilja hins vegar meina að þetta sýni fram á að Íranir séu að skipuleggja árásir í Írak og reyna þar með að auka á óreiðuna í landinu.