Magn eiturefna hefur áhrif á stærð kynfæra 25. desember 2006 13:45 Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra." Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira
Kynfæri ísbjarna á Grænlandi fara minnkandi, að því er virðist í samhengi við hversu hátt hlutfall eiturefna er í líkama þeirra. Danskur vísindamaður hefur vakið heimsathygli vegna þessarar niðurstöðu, sem hann segist hafa komist að fyrir tilviljun. Danskar umhverfisrannsóknir hafa lengi fylgst með lífríkinu á Grænlandi, en við austurströnd landsins safnast saman mengun frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Ísbirnir eru áhugavert rannsóknarefni þar sem þeir eru nálægt mönnum í fæðukeðjunni. „Ísbirnir og menn innihalda einna mest eiturefna, þegar litið er til eituráhrifa á lífverur." Christian Sonne leiddi rannsókn sem sýndi fram á samhengi milli mengunar og stærðar kynfæra ísbjarna. Mestur reyndist munurinn vera þrjátíu og fimm prósent. „Það þýðir að bein getnaðarlimsins minnkar í þessa stærð. Og ísbjörn sem er ómengaður gæti haft lengra bein í getnaðarlimnum." Minni kynfæri gera pörun dýranna erfiðari, og niðurstöðurnar eru ekki síður merkilegar í ljósi rannsókna á ófrjósemi í mönnum. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt málinu áhuga. Aðeins hálftíma eftir að niðurstöðurnar voru birtar á vef vísindatímarits hringdi fyrsti fréttamaðurinn. „Næsta hálfa mánuðinn var hringt í mig tíu sinnum á dag. Bæði þótti fólki fréttin áhugaverð og ekki síður vöktu kynfærin athygli fjölmiðlanna." Þessar mikilvægustu rannsóknarniðurstöður sínar á ferlinum uppgötvaði Christian af hreinni tilviljun. „Ég var að skoða gögnin í tölvunni eitt föstudagssíðdegi, og skyndilega sá ég mynstur sem gaf til kynna að kynfæri bæði karl- og kvendýra væru minni eftir því sem meira var af eiturefnum í líkama þeirra."
Erlent Fréttir Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira