Jólahald um víða veröld 24. desember 2006 13:10 Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Á aðfangadegi jóla keppist hinn kristni hluti jarðarbúa við að undirbúa fæðingarhátíð frelsarans sem gengur í garð í kvöld. Sinn er hins vegar siðurinn í hverju landi. Hvað er meira við hæfi en að hefja þessa yfirferð í Betlehem, á Vesturbakka Jórdanar, þar sem Jesús Kristur er sagður hafa fæðst fyrir rúmum tvö þúsund árum síðan. Þrátt fyrir ófriðinn sem geisað hefur á heimastjórnarsvæðunum að undanförnu var allt með kyrrum kjörum við fæðingarkirkjuna í morgun. Vegna ástandsins er ekki búist við mörgum pílagrímum þetta árið en kristnir Palestínumenn ætla ekki að láta sig vanta til jólamessunnar þar. Þorri íbúa hins stríðshrjáða Íraks aðhyllist íslam en það þýðir þó ekki að jólunum sé ekki fagnað þar. Á meðal þeirra sem halda jólin hátíðleg eru breskir hermenn í hafnarborginni Basra. Þeir voru í óðaönn að skreyta jólatréð þegar fréttamenn AP-fréttastofunnar bar að garði í morgun. Árið 2006 hefur einkennst af miklum hörmungum í Írak og líklegast eru þessir menn glaðir yfir þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að kalla verulegan hluta herliðs síns heim á nýárinu. Færum okkur hinum megin á hnöttinn, í fyrstu jólaskrúðgöngu Brasilíu sem fram fór á Copabacana-ströndinni í Rio de Janeiro í gærkvöld. Borgarbúar áttu ekki í miklum vandræðum með að töfra fram þriggja kílómetra langa gleðigöngu enda ýmsu vanir úr kjötkveðjuhátíðunum margfrægu. Þeir ætla ekki að láta hér við sitja heldur er gert ráð fyrir annarri göngu á gamlárskvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira