Leikmenn í Englandi í jólaskapi 23. desember 2006 16:57 Gary Neville fagnar marki Paul Scholes í dag. Hinn markaskorarinn, Cristiano Ronaldo, fylgist vel með. MYND/Getty Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru komnir í jólaskap, ef eitthvað má lesa úr öllum þeim fjölda marka sem leit dagsins ljós í umferð dagsins. Engar breytingar urðu í toppslag deildarinnar þar sem öll helstu liðin unnu leiki sína. Topplið Manchester United var sannfærandi gegn Aston Villa á útivelli og vann öruggan 3-0 sigur þar Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og Paul Scholes eitt. Man. Utd. er nú með 47 stig á toppnum en Chelsea kemur næst með 43 stig, en liðið er nú að hefja sinn leik gegn Wigan á útivelli. Arsenal og Liverpool unnu bæði tiltölulega fyrirhafnarlausa sigra. Arsenal lagði Blackburn af velli, 6-2, þar sem Robin van Persie skoraði m.a. tvö mörk. Þrjú marka Arsenal komu á síðustu sjö mínútum leiksins, en Blackburn hafði komist yfir á 3. mínútu leiksins. Craig Bellamy og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri liðsins gegn Watford á heimavelli. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á undan Arsenal. Bolton og Portsmouth koma í næstu sætum eftir góða sigra í dag. Nicolas Anelka skoraði bæði mörk Bolton í 2-0 útisigri á Man. City, en Portsmouth sigraði Sheffield United 3-1 eftir að hafa lent undir. Fyrr í dag hafði West Ham náð markalausu jafntefli gegn Fulham á útivelli. Heiðar Helguson lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald sem þýðir að hann er kominn í leikbann. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjar Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum þegar Reading tapaði fyrir Everton, 0-2. Þá lék Hermann Hreiðarsson allan leikinn fyrir Charlton sem mátti þola enn eitt tapið - nú gegn Middlesbrough, 2-0.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira