Alan Curbishley, sem Eggert Magnússon réð sem knattspyrnustjóra West Ham fyrir skemmstu, óttast að félagið muni eiga erfitt með að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við það þegar leikmannamarkaðurinn opnar að nýju í janúar, vegna slakrar spilamennsku liðsins í ár.
Curbishley segist þurfa að styrkja lið sitt á ákveðnum vígstöðvum en ítrekar að vanda verði valið vel á leikmönnunum.
"Stjórnarformaðurinn segir að það sé til peningur til að kaupa leikmenn en hversu áhugavert ertu sem félag í þriðja neðsta sæti. Það vilja fáir fara til liðs sem er í fallbaráttu," sagði Curbishley í dag.
Curbishley: Við erum ekki áhugavert félag

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn