Steve Clarke, aðstoðarþjálfari Chelsea, segir að Didier Drogba verði að fá meiri hjálp frá samherjum sínum við að skora mörk fyrir liðið. Drogba hefur farið á kostum á undanförnu og skorað ófá sigurmörkin fyrir Chelsea. Ljóst þykir að Clarke var fyrst og fremst að beina orðum sínum til Andrei Shevchenko.
“Mörkin hans Drogba upp á síðkastið hafa verið gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. En við vonum að aðrir leikmenn stígi upp á næstunni og skori mörk. Það er ekki gott að reiða sig nánast algjörlega á einn leikmann,” sagði Clarke, en á síðustu tveimur leiktíðum hefur markaskorun dreifst mun jafnara á leikmenn Chelsea. “Við viljum frekar hafa það þannig,” sagði Clarke