Skriðuhætta ekki enn liðin hjá 21. desember 2006 18:21 MYND/Vísir Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum. Ástæður þessara skriðufalla eru þær að mikið hefur snjóað í fjöll í haust, en síðustu dægur hefur snögghlánað og auk þess hefur úrhelli verið mikið. Þetta leysingarvatn hefur streymt niður í jarðveg og gert hann gegnsósa. Fari veður kólnandi minnkar skriðuhættan og líður væntanlega hjá á einum til tveimur sólahringum. Þótt hætta af skriðuföllum sé talin mest á fyrrnefndu svæði gætu skriður fallið úr fjallinu vestan ár, en þar eru íbúðar- og gripahús ekki talin í hættu. Skriður gætu engu að síður fallið á þjóðveginn þar og eru vegfarendur hvattir til að vera þar ekki mikið á ferð og gæta fyllstu varúðar. Eyjafjarðarbraut vestri er enn lokuð við Djúpadalsá þar sem vegurinn er rofinn báðum megin brúarinnar. Stefnt er að því að ljúka viðgerðum sem fyrst en ljóst er að þær munu taka einhverja daga. Verið er að hreinsa aur og bleytu af veginum við Grænuhlíð og norðan Kolgrímastaða og teljast þær leiðir nú færar. Vegfarendum er þó bent á að fara með gát eins og áður er nefnt. Þá er unnið að viðgerð á veginum að Völlum en hann hefur skolast frá brúnni svo hún er ófær." Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar mun fara yfir málið á fundi kl. 18:00 í kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Talið er að skriðuhætta sé ekki enn liðin hjá í innanverðum Eyjafirði og þá sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Í ljósi þess er lagt til að fólk hafist ekki við á þeim bæjum sem í mestri hættu eru taldir, það er á svæðinu frá Æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum. Ástæður þessara skriðufalla eru þær að mikið hefur snjóað í fjöll í haust, en síðustu dægur hefur snögghlánað og auk þess hefur úrhelli verið mikið. Þetta leysingarvatn hefur streymt niður í jarðveg og gert hann gegnsósa. Fari veður kólnandi minnkar skriðuhættan og líður væntanlega hjá á einum til tveimur sólahringum. Þótt hætta af skriðuföllum sé talin mest á fyrrnefndu svæði gætu skriður fallið úr fjallinu vestan ár, en þar eru íbúðar- og gripahús ekki talin í hættu. Skriður gætu engu að síður fallið á þjóðveginn þar og eru vegfarendur hvattir til að vera þar ekki mikið á ferð og gæta fyllstu varúðar. Eyjafjarðarbraut vestri er enn lokuð við Djúpadalsá þar sem vegurinn er rofinn báðum megin brúarinnar. Stefnt er að því að ljúka viðgerðum sem fyrst en ljóst er að þær munu taka einhverja daga. Verið er að hreinsa aur og bleytu af veginum við Grænuhlíð og norðan Kolgrímastaða og teljast þær leiðir nú færar. Vegfarendum er þó bent á að fara með gát eins og áður er nefnt. Þá er unnið að viðgerð á veginum að Völlum en hann hefur skolast frá brúnni svo hún er ófær." Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar mun fara yfir málið á fundi kl. 18:00 í kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira