30. mars 19. desember 2006 19:13 Í Reykjavíkurbréfi leggur Styrmir Gunnarsson út af bók eftir Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumann og bæjarfógeta. Ég hef gluggað í þetta rit - Ásgeir mun hafa verið mikill trúnaðarmaður margra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum. Styrmir rekur frásögn Ásgeirs af atburðunum 30. mars 1949 þegar brutust út miklar óeirðir á Austurvelli, grjóti og mold var kastað í Alþingishúsið og lögregla beitti táragasi og kylfum. Ásgeir kallar þá sem mótmæltu inngöngunni í Nató kommúnista. Þetta er náttúrlega komið beint úr umræðuhefð kalda stríðsins - því vitaskuld voru þetta ekki kommúnistar nema að hluta til. Móðir mín var þarna til dæmis og hún hefur aldrei verið kommúnisti. Margir voru þjóðernissinnar - sumir jafnvel framsóknarmenn. Ásgeir var liðsmaður í varaliði svokölluðu sem átti að verja Alþingishúsið þennan dag. Í frásögn hans er gert mikið úr skrílslátum "kommúnistanna". Nú vill svo til að teknar voru kvikmyndir þennan dag. Maður hefur séð þessi myndskeið margoft. Ég hef meira að segja horft á þau hægt. Það er engin leið að álykta annað en að þá fyrst hafi allt farið í bál og brand þegar varaliðið réðst út úr Alþingishúsinu og hóf að lumbra á mótmælendum. Varla ljúga myndirnar. Skyldi þó ekki vera að hópurinn sem Ásgeir var í hafi verið alveg jafnmiklir ofbeldisseggir og "kommúnistarnir"? Inngangan í Nató var rétt spor á sínum tíma. Við áttum að standa með Vesturlöndum gegn kommúnismanum. Hins vegar er nógu langt um liðið til að fara að viðurkenna sannleikann um þessa atburði - aðildin að Nató og varnarsamningurinn við Bandaríkin mættu mikilli mótspyrnu meðal þjóðarinnar, þetta hefði hugsanlega verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, og þeir sem voru á móti var ekki síst fólk sem lét sér annt um nýfengið sjálfstæði þjóðarinnar. Styrmir auglýsir eftir heildarmyndinni - ég held hann hafi ekki sérlega glögga sýn á hana sjálfur nú þegar gamla herstöðin á Miðnesheiði er orðin að draugaborg. --- --- ---- Styrmir skýrir frá því í Reykjavíkurbréfinu að upp úr 1960 hafi verið lögð mikil áhersla á það í Sjálfstæðisflokknum að koma upp svipuðu varaliði og 1949. Það hafi meira að segja verið byrjað að raða í hópa, þótt á endanum hafi ekki orðið annað úr þessum áformum en nöfn á blaði. Það er náttúrlega merkilegt að hugsa til þess að á þessum árum hafi einn stjórnmálaflokkur viljað koma sér upp bardagasveitum. Styrmir virðist hafa átt að vera einhvers konar liðsforingi í þessum sveitum. Styrmir rekur þetta til Jósefs Stalín, fjöldamorða í Úkraínu - jú, vissulega er það allt ógeðslegt. Hann nefnir líka símhleranirnar sem hafa verið umdeildar, finnur þeim réttlætingu í áðurnefndum Stalín, en líka í atburðunum á Austurvelli og því sem hann nefnir "ofbeldisaðgerðir í verkföllum á miðjum sjötta áratugnum". Verkfallið í Reykjavík 1954 var vissulega hart, en trauðla verður séð að þar hafi verið framin slík ofbeldisverk að réttlæti hleranir eða stofnun varaliðssveita mörgum árum síðar - hvað þá að sími Hannibals Valdimarssonar (sem ekki var kommúnisti) væri hleraður á tíma landhelgisdeilunnar. --- --- --- Ég hef líka verið að blaða í bók Guðna Th. Jóhannessonar Óvinir ríkisins. Stundum hríslast um mann bjánahrollur við lesturinn. Það er þegar höfundurinn er að lýsa atferli rótttækra vinstri hreyfinga sem hér störfuðu um og upp úr 1970. Hugmyndir þessara hópa voru svo hallærislegar að maður skilur varla hvers vegna þeir sem þarna störfuðu eru ekki enn með hauspoka. Það var trúað á öreigabyltingu á Íslandi - Maó, Lenín, Stalín og Trotskí. Aðgerðir þessara hópa virðast líka hafa verið óvenju idjótískar eða eins og Guðni hefur eftir einum útlendingi sem horfði á aðfarirnar: "Ég hef aldrei séð jafn fámenna mótmælagöngu." Svo buðu þessir hópar fram til Alþingis. Fylkingin fékk 200 atkvæði, en KSML 120. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Í Reykjavíkurbréfi leggur Styrmir Gunnarsson út af bók eftir Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumann og bæjarfógeta. Ég hef gluggað í þetta rit - Ásgeir mun hafa verið mikill trúnaðarmaður margra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum. Styrmir rekur frásögn Ásgeirs af atburðunum 30. mars 1949 þegar brutust út miklar óeirðir á Austurvelli, grjóti og mold var kastað í Alþingishúsið og lögregla beitti táragasi og kylfum. Ásgeir kallar þá sem mótmæltu inngöngunni í Nató kommúnista. Þetta er náttúrlega komið beint úr umræðuhefð kalda stríðsins - því vitaskuld voru þetta ekki kommúnistar nema að hluta til. Móðir mín var þarna til dæmis og hún hefur aldrei verið kommúnisti. Margir voru þjóðernissinnar - sumir jafnvel framsóknarmenn. Ásgeir var liðsmaður í varaliði svokölluðu sem átti að verja Alþingishúsið þennan dag. Í frásögn hans er gert mikið úr skrílslátum "kommúnistanna". Nú vill svo til að teknar voru kvikmyndir þennan dag. Maður hefur séð þessi myndskeið margoft. Ég hef meira að segja horft á þau hægt. Það er engin leið að álykta annað en að þá fyrst hafi allt farið í bál og brand þegar varaliðið réðst út úr Alþingishúsinu og hóf að lumbra á mótmælendum. Varla ljúga myndirnar. Skyldi þó ekki vera að hópurinn sem Ásgeir var í hafi verið alveg jafnmiklir ofbeldisseggir og "kommúnistarnir"? Inngangan í Nató var rétt spor á sínum tíma. Við áttum að standa með Vesturlöndum gegn kommúnismanum. Hins vegar er nógu langt um liðið til að fara að viðurkenna sannleikann um þessa atburði - aðildin að Nató og varnarsamningurinn við Bandaríkin mættu mikilli mótspyrnu meðal þjóðarinnar, þetta hefði hugsanlega verið fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, og þeir sem voru á móti var ekki síst fólk sem lét sér annt um nýfengið sjálfstæði þjóðarinnar. Styrmir auglýsir eftir heildarmyndinni - ég held hann hafi ekki sérlega glögga sýn á hana sjálfur nú þegar gamla herstöðin á Miðnesheiði er orðin að draugaborg. --- --- ---- Styrmir skýrir frá því í Reykjavíkurbréfinu að upp úr 1960 hafi verið lögð mikil áhersla á það í Sjálfstæðisflokknum að koma upp svipuðu varaliði og 1949. Það hafi meira að segja verið byrjað að raða í hópa, þótt á endanum hafi ekki orðið annað úr þessum áformum en nöfn á blaði. Það er náttúrlega merkilegt að hugsa til þess að á þessum árum hafi einn stjórnmálaflokkur viljað koma sér upp bardagasveitum. Styrmir virðist hafa átt að vera einhvers konar liðsforingi í þessum sveitum. Styrmir rekur þetta til Jósefs Stalín, fjöldamorða í Úkraínu - jú, vissulega er það allt ógeðslegt. Hann nefnir líka símhleranirnar sem hafa verið umdeildar, finnur þeim réttlætingu í áðurnefndum Stalín, en líka í atburðunum á Austurvelli og því sem hann nefnir "ofbeldisaðgerðir í verkföllum á miðjum sjötta áratugnum". Verkfallið í Reykjavík 1954 var vissulega hart, en trauðla verður séð að þar hafi verið framin slík ofbeldisverk að réttlæti hleranir eða stofnun varaliðssveita mörgum árum síðar - hvað þá að sími Hannibals Valdimarssonar (sem ekki var kommúnisti) væri hleraður á tíma landhelgisdeilunnar. --- --- --- Ég hef líka verið að blaða í bók Guðna Th. Jóhannessonar Óvinir ríkisins. Stundum hríslast um mann bjánahrollur við lesturinn. Það er þegar höfundurinn er að lýsa atferli rótttækra vinstri hreyfinga sem hér störfuðu um og upp úr 1970. Hugmyndir þessara hópa voru svo hallærislegar að maður skilur varla hvers vegna þeir sem þarna störfuðu eru ekki enn með hauspoka. Það var trúað á öreigabyltingu á Íslandi - Maó, Lenín, Stalín og Trotskí. Aðgerðir þessara hópa virðast líka hafa verið óvenju idjótískar eða eins og Guðni hefur eftir einum útlendingi sem horfði á aðfarirnar: "Ég hef aldrei séð jafn fámenna mótmælagöngu." Svo buðu þessir hópar fram til Alþingis. Fylkingin fékk 200 atkvæði, en KSML 120.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun