Afeitrun Byrgisins var brot á lögum 19. desember 2006 18:30 Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira