Joseph Barbera, sem skapaði Flintstone fjölskylduna, hundinn Scooby Doo og margar fleiri teiknimyndafígúrur, er látinn, 95 ára að aldri. Barbera stofnaði Hanna-Barbera kvikmyndaverið ásamt vini sínum William Hanna fyrir nær fimmtíu árum.
Stúdíó þeirra varð eitt hið þekktsta í heimi á sínum sviði. Það framleiddi hundruð teiknimynda bæði fyrir sjónvarp og hvíta tjaldið, og vann til margvíslegra verðlauna.