Óttuðust stórslys 17. desember 2006 18:47 Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira