Færri kertabrunar 17. desember 2006 13:45 Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira