Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka 13. desember 2006 18:12 Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum." Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt. Fjármálaráðherra boðaði fund í dag í tilefni af umræðu um fátækt á Íslandi eftir að birt var skýrsla sem sýndi að 4634 börn í tæplega þrjú þúsund fjölskyldum byggju við fátækt hér á landi. "Ég er ekkert að bera brigður á skýrsluna," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. "En hún er ákveðið sjónarhorn og ég held að við þurfum að hafa önnur sjónarhorn líka í huga."Aðrar mælistikur gætu sýnt að fleiri eða færri lentu undir fátækramörkum, segir Árni. Fátækt á Íslandi þurfi að skoða í víðtækara samhengi en út frá þessari skýrslu. Tölurnar í henni séu tveggja ára gamlar og ýmsar breytingar verið gerðar að undanförnu, meðal annars munu skerðingamörk barnabóta hafa hækkað um 50% á tveimur árum frá næstu áramótum. Árni segir áhugavert að vita hverju þessar breytingar munu skila.Á fundinum benti ráðherra á sveitarfélögin og taldi öryggisnet þeirra gisið í ljósi þess að einstaklingur - eða einstætt foreldri - sem er með meira en tæpar 88 þúsund krónur í tekjur á mánuði fengi enga aðstoð frá sveitarfélögunum. Hins væri ríkið að standa sig nokkuð vel eins og dæmi sem tekin voru á fundinum af þremur bótaþegum með mismunandi fjölskylduaðstæður. Í þeim dæmum lenti enginn bótaþeganna undir fátækramörkum samkvæmt skilgreiningu OECD. "Ég efast ekki um að þeir séu í erfiðleikum þannig að ég held að í sumum tilfellum sé þetta ekki tekjuvandamál heldur útgjaldavandamál. Og það er miklu erfiðara fyrir kerfið að taka á slíku vandamáli."Aðspurður hvort það væri markmið ríkisstjórnarinnar að útrýma fátækt svaraði ráðherra; "Markmið ríkisstjórnarinnar er að bæta kjör allra þjóðfélagsþegna eins og við mögulega getum."
Fréttir Innlent Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira