Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Vaxtahækkunin tekur gildi á morgun. Í rökstuðningi stjórnar bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Þá gaf stjórnin í skyn, að vextirnir yrðu hækkaðir frekar.
