Demokratinn Patrick Lehay sagði að það væri skylda þeirra að bæta úr því tjóni sem forsetinn hefði valdið þjóðinni á undanförnum árum. Bandaríkjamenn ættu rétt á einkalífi og persónuvernd og Bush hefði gengið alltof mikið á þau réttindi, í nafni öryggis ríkisins.
Meðal annars hefði hann leyft njósnir um bandaríska ríkisborgara innanlands, án lagaheimilda. Margir þingmenn republikana eru einnig ósáttir við þær njósnir.