Verði af kaupum CSN á Corus verður til fimmti stærsti stálframleiðandi í heimi sem framleitt getur 24 milljónir tonna af stáli á ári.
Tilboðið kom nokkuð á óvart þegar það var lagt fram í nótt enda hafði indverski stálframleiðandinn Tata Steel lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið nokkrum klukkustundum fyrr sem búist var við að yrði tekið.
Síðasta tilboð Tata Steel hljóðaði uppð á 500 pens fyrir hvern hlut í Corus. Tilboð CSN var hins vegar 15 pensum hærra og hefur verið haft eftir talsmanni fyrirtækisins að stjórn Corus hefði mælt með því við hluthafa stálframleiðandans að þeir taki tilboðinu.