Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu 8. desember 2006 17:24 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum." Fréttir Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum."
Fréttir Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira