Stjórnmálamenn fá haturspóst 3. desember 2006 18:30 Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði. Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Þessi einkennilegu bréf tóku að berast inn um bréfalúgur fólks undir lok vikunnar sem helst virðist eiga það sameiginlegt að tengjast stjórnmálum og að hafa haldið fram málstað innflytjenda í þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna. Bréfið er fjórtán síður að lengd og er allur þorri þess lagður undir harkalega gagnrýni á múslima og íslamska trú, bæði í máli og myndum. Engin undirskrift fylgir bréfinu, að öðru leyti en því að neðst í því er letrað "Group 1627". Virðist þar vísað til Tyrkjaránsins sem var framið það ár. Flestir þáttakenda í prófkjöri Vinstri grænna fengu bréfið en enginn þeirra vildi tjá sig um það í dag. Sumir sögðust hafa hent því án þess að lesa það en munu hafa sent það til lögreglu. Formanni félags stjórnmálafræðinema við Háskóla Íslands var einnig sent bréfið og honum brá talsvert í brún þegar hann las það. Hann segist ætla að fara að fordæmi fólks sem hann þekkir og hefur fengið bréfið sent og afhenda það lögreglu til rannsóknar. Í hegningarlögum er kveðið á um að hver sem smáni trúarkenningar löglegs trúfélags skuli sæta sektum eða fangelsi en óvíst er hvort umrætt bréf falli undir þau ákvæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira