Það sem átti ekki að vera hægt 2. desember 2006 06:00 Í dag, laugardaginn 2. desember 2006, fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkt því sem tíðkast hefur í prófkjörum annarra flokka þá hafa frambjóðendur ekki eytt milljónum í auglýsingar um hvippinn og hvappinn. Litprentuðu bæklingarnir hafa fengið frí. Vissulega hefur fólk reynt að vekja athygli á sér og sínum málum, en ekki með fjáraustri eins og tíðkaðist meðal annarra flokka. Samt var engum beinlínis bannað að auglýsa; frambjóðendur gerðu einfaldlega með sér heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki. Þetta nefni ég vegna þess að samkvæmt hefðbundinni orðræðu stjórnmálanna þá á þetta ekki að vera hægt. Ótrúlega skammt er liðið síðan hver álitsgjafinn á fætur öðrum fullyrti að lýðræðislegt val á frambjóðendum væri ekki mögulegt nema með þeirri aðferðafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa tileinkað sér, aðferðafræði auðmagnsins. Í dag hafa vinstrigræn sýnt fram á haldleysi þeirrar klisju með því að vera sönn sjálfum sér og gera hlutina öðruvísi. Auðvitað snýst þetta ekki aðeins um fjáraustur. Til skamms tíma voru álitsgjafar vanans svo uppfullir af trú á hina amerísku leið til að velja frambjóðendur, opnu prófkjörin, að allt annars konar verklag var skilgreint sem andlýðræðislegt. Þar á meðal sú aðferðafræði sem er stunduð í flestöllum lýðræðisríkjum í Evrópu, þar sem engum kemur til hugar að nota opin prófkjör. Skjótt skipast veður í lofti og nú eru flest prófkjör einungis opin flokksmönnum, líka meðal þeirra flokka sem ætluðu að vera svo einstaklega opnir og lýðræðislegir. Auðvitað er líka hægt að misnota flokksprófkjör. Að minnsta kosti gerðust furðumargir samfylkingarmenn í Vestmannaeyjum sjálfstæðismenn á einni nóttu og kusu þannig í tveimur prófkjörum í sama kjördæmi. Samt sem áður finnst mér þessi hugsunarháttur vera á undanhaldi. Æ fleira fólk gerir sér ljóst að aðferðafræði af þessu tagi gengur ekki upp og að þeir sem hana stunda eru þrælar vanahugsunar. Í sjálfu sér kemur ekkert á óvart við það að Vinstrihreyfingin - grænt framboð skuli vísa veginn þegar að því kemur að hugsa öðruvísi. Tilvist flokksins hvílir á því að hann virðir ekki „náttúrulögmál" flokkakerfisins og reglur íhaldsflokkanna um það hvað má og hvað má ekki gera í stjórnmálum. Þegar flokkurinn var stofnaður var hann eina stjórnmálaaflið sem þorði að vera á móti hinni nýju utanríkisstefnu Íslands og stuðningi við árásarstríð gegn Júgóslavíu og Afganistan. Fyrir þetta var flokkurinn úthrópaður af mönnum sem töldu sjálfa sig svo ofurraunsæja og með næman skilning á því hvernig veröldin væri að þróast. Málin þróuðust á annan veg. Af utanríkisstefnu Framsóknarflokksins er nú ekki annað eftir en deilur um orðalag á afsökunarbeiðninni. Prófkjörskandídatar Sjálfstæðisflokksins hafa ekkert annað að segja um Íraksstríðið en hártoganir um „forsendur" sem öll þjóðin sá í gegnum á undan þeim Davíð Oddssyni og Geiri H. Haarde. Utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar gagnrýnir alla aðra fyrir kjarkleysi til að gera upp við fortíðina en steinþegir sjálfur um afstöðu sína og síns flokks til árásanna á Júgóslavíu. Ef marka má endurminningar fyrrverandi „talsmanns" þess flokks þá er ennþá til fólk sem ekki er fært um að skilja manneskjur sem taka pólitíska afstöðu út frá grundvallarspurningum um stríð og frið. Um þá afstöðu segi ég ekki annað en að ég vona að skilningurinn komi fyrr eða síðar. Fyrir örfáum árum kepptust stjórnmálamenn úr öðrum flokkum við að fordæma „glórulausar öfgar" vinstrigrænna fyrir að leyfa sér andstöðu við stórvirkjanir og tilheyrandi umhverfisspjöll. Þá skipti ekki máli hvort stjórnmálamaðurinn hét Geir, Valgerður eða Össur. Núna hefur dæmið snúist við og það fólk sem ætlar sér frama í stjórnmálum þorir ekki annað en að skilgreina sig sem „grænt" eða jafnvel „hægrigrænt" enda þótt afar misjöfn innistæða geti verið á bak við slíka merkimiða þegar til kastanna kemur heima í héraði. Enn og aftur kemur hér fram að þeir einir hafa reynst raunsæir sem ekki brugðust sinni stefnu og sínum hugsjónum. Þess konar pólitík getur reynst misvel til vinsælda fallin og kannski ekki bjóðandi þeim sem aðeins langar til að vera stórir og komast í feita valdastóla. Á endanum er það samt aðeins þannig sem hægt er að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Staðfesta í vegferð á villigötum eða vingulsháttur í leit að valkostum hefur aldrei þokað neinu góðu máli fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í dag, laugardaginn 2. desember 2006, fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkt því sem tíðkast hefur í prófkjörum annarra flokka þá hafa frambjóðendur ekki eytt milljónum í auglýsingar um hvippinn og hvappinn. Litprentuðu bæklingarnir hafa fengið frí. Vissulega hefur fólk reynt að vekja athygli á sér og sínum málum, en ekki með fjáraustri eins og tíðkaðist meðal annarra flokka. Samt var engum beinlínis bannað að auglýsa; frambjóðendur gerðu einfaldlega með sér heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki. Þetta nefni ég vegna þess að samkvæmt hefðbundinni orðræðu stjórnmálanna þá á þetta ekki að vera hægt. Ótrúlega skammt er liðið síðan hver álitsgjafinn á fætur öðrum fullyrti að lýðræðislegt val á frambjóðendum væri ekki mögulegt nema með þeirri aðferðafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa tileinkað sér, aðferðafræði auðmagnsins. Í dag hafa vinstrigræn sýnt fram á haldleysi þeirrar klisju með því að vera sönn sjálfum sér og gera hlutina öðruvísi. Auðvitað snýst þetta ekki aðeins um fjáraustur. Til skamms tíma voru álitsgjafar vanans svo uppfullir af trú á hina amerísku leið til að velja frambjóðendur, opnu prófkjörin, að allt annars konar verklag var skilgreint sem andlýðræðislegt. Þar á meðal sú aðferðafræði sem er stunduð í flestöllum lýðræðisríkjum í Evrópu, þar sem engum kemur til hugar að nota opin prófkjör. Skjótt skipast veður í lofti og nú eru flest prófkjör einungis opin flokksmönnum, líka meðal þeirra flokka sem ætluðu að vera svo einstaklega opnir og lýðræðislegir. Auðvitað er líka hægt að misnota flokksprófkjör. Að minnsta kosti gerðust furðumargir samfylkingarmenn í Vestmannaeyjum sjálfstæðismenn á einni nóttu og kusu þannig í tveimur prófkjörum í sama kjördæmi. Samt sem áður finnst mér þessi hugsunarháttur vera á undanhaldi. Æ fleira fólk gerir sér ljóst að aðferðafræði af þessu tagi gengur ekki upp og að þeir sem hana stunda eru þrælar vanahugsunar. Í sjálfu sér kemur ekkert á óvart við það að Vinstrihreyfingin - grænt framboð skuli vísa veginn þegar að því kemur að hugsa öðruvísi. Tilvist flokksins hvílir á því að hann virðir ekki „náttúrulögmál" flokkakerfisins og reglur íhaldsflokkanna um það hvað má og hvað má ekki gera í stjórnmálum. Þegar flokkurinn var stofnaður var hann eina stjórnmálaaflið sem þorði að vera á móti hinni nýju utanríkisstefnu Íslands og stuðningi við árásarstríð gegn Júgóslavíu og Afganistan. Fyrir þetta var flokkurinn úthrópaður af mönnum sem töldu sjálfa sig svo ofurraunsæja og með næman skilning á því hvernig veröldin væri að þróast. Málin þróuðust á annan veg. Af utanríkisstefnu Framsóknarflokksins er nú ekki annað eftir en deilur um orðalag á afsökunarbeiðninni. Prófkjörskandídatar Sjálfstæðisflokksins hafa ekkert annað að segja um Íraksstríðið en hártoganir um „forsendur" sem öll þjóðin sá í gegnum á undan þeim Davíð Oddssyni og Geiri H. Haarde. Utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar gagnrýnir alla aðra fyrir kjarkleysi til að gera upp við fortíðina en steinþegir sjálfur um afstöðu sína og síns flokks til árásanna á Júgóslavíu. Ef marka má endurminningar fyrrverandi „talsmanns" þess flokks þá er ennþá til fólk sem ekki er fært um að skilja manneskjur sem taka pólitíska afstöðu út frá grundvallarspurningum um stríð og frið. Um þá afstöðu segi ég ekki annað en að ég vona að skilningurinn komi fyrr eða síðar. Fyrir örfáum árum kepptust stjórnmálamenn úr öðrum flokkum við að fordæma „glórulausar öfgar" vinstrigrænna fyrir að leyfa sér andstöðu við stórvirkjanir og tilheyrandi umhverfisspjöll. Þá skipti ekki máli hvort stjórnmálamaðurinn hét Geir, Valgerður eða Össur. Núna hefur dæmið snúist við og það fólk sem ætlar sér frama í stjórnmálum þorir ekki annað en að skilgreina sig sem „grænt" eða jafnvel „hægrigrænt" enda þótt afar misjöfn innistæða geti verið á bak við slíka merkimiða þegar til kastanna kemur heima í héraði. Enn og aftur kemur hér fram að þeir einir hafa reynst raunsæir sem ekki brugðust sinni stefnu og sínum hugsjónum. Þess konar pólitík getur reynst misvel til vinsælda fallin og kannski ekki bjóðandi þeim sem aðeins langar til að vera stórir og komast í feita valdastóla. Á endanum er það samt aðeins þannig sem hægt er að hrinda hugsjónum í framkvæmd. Staðfesta í vegferð á villigötum eða vingulsháttur í leit að valkostum hefur aldrei þokað neinu góðu máli fram á við.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun