Vogunarsjóðir gegn Stork 24. nóvember 2006 16:51 Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins. Sjóðirnir gera ennfremur kröfu um að hluthafar fái að taka afstöðu til fyrirtækjakaupa eða sölu á hluta fyrirtækisins sem nemur meira en 100 milljónum evra. Eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Marels, Eyris og Landsbankans, á um 8% hlut í Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Stork um að kaupa þann hluta fyrirtækisins sem er í svipuðum rekstri og Marel, en stjórnendur Stork hafa einnig lýst vilja til að stækka þá rekstrareiningu, til dæmis með því að kaupa Marel. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að vogunarsjóðirnir tveir vilja kljúfa fyrirtækið upp og selja hluta þess. Þeir hafi haft betur í atkvæðagreiðslu á sérstökum hluthafafundi fyrir rúmum mánuði en stjórn félagsins hafnaði þeirri niðurstöðu nýlega. Greiningardeildin hefur eftir yfirlýsingu frá stjórn Stork í gær en þar ítrekaði hún andstöðu sína við hugmyndir um að skipta félaginu upp. Þar er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra Stork að umrótið í kringum félagið haldi áfram og muni augljóslega hafa neikvæð áhrif á það. Centaurus og Paulson hóta því að fara með málið fyrir dóm verði stjórnin ekki við kröfum þeirra, að því er greiningardeildin segir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent