Wuthering Heights 22. nóvember 2006 09:51 Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum." Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir og Bjartur bókaforlag hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna titilsins á þýðingu bókarinnar Wuthering Heights eftir Emily Brontë. "Eftir að ný þýðing Silju Aðalsteinsdóttur á hinni heimsfrægu skáldsögu Emily Brontë, Wuthering Heights, kom út í lok október hafa fjölmargir lesendur haft samband við útgáfuna. Bókin hefur hingað til verið þekkt á Íslandi undir titlinum Fýkur yfir hæðir en nýja þýðingin ber sama nafn og á frummálinu. Lesendur hafa furðað sig á þessu, og því vilja bókaforlagið Bjartur og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Bókin Wuthering Heights eftir Emily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Það er óneitanlega glæsilegur titill en þótti samt ekki hæfa þessari nýju þýðingu sögunnar. Meginástæða þess er sú að hann tengist ekki bókinni, er ekki þýðing á titli hennar eða vísar inn í hana. Þvert á móti vísar hann í alþekkt ljóð eftir Jónas Hallgrímsson, « Móðurást », og kallar ósjálfrátt fram myndir úr því. Í öðru lagi vegna þess að Wuthering Heights er eiginnafn, nafnið á býlinu sem er miðlægt í sögunni og eiginnöfn er ekki endilega venja að þýða. Oliver Twist heitir ekki Ólafur Teitsson hjá okkur. Nafnið á býlinu er óþýtt í gömlu þýðingunni, þar heitir það Wuthering Heights, titillinn er sjálfstætt viðhengi. Nafnið er útskýrt snemma í sögunni (bls. 6 í nýrri þýðingu) þar eð það er líka framandi fyrir enskumælandi fólk: "Býli Heathcliffs heitir Wuthering Heights eða Vindheimar. "Wuthering" er lýsingarorð bundið við þetta hérað og á við veðrahaminn á ákveðnum stað í stormviðri." Þýðandi fékk ótal uppástungur að íslensku nafni á býlinu - m.a. Alviðra, Vindheimar, Vindheiði, Veðravíti - en var ekki nógu ánægður með neina þeirra. Það varð því úr að leyfa upphaflegu heiti Emily Brontë að halda sér á nýju íslensku þýðingunni, enda erum við því alvön á 21. öldinni að taka við nöfnum á stöðum, fólki og verkum á erlendum tungumálum."
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira