Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu.
Þá lagði hann jafnframt áherslu á mikilvægi þess að nota stýrivexti sem tæki bankanna til að halda verðlagi stöðugu.
Evrópski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um 25 punkta fimm sinum síðan í desember í fyrra. Þeir standa nú í 3,25 prósentum og búast greiningaraðilar við að þeir verði hækkaðir einu sinni enn um 25 punkta fyrir árslok.
Fleiri bankar hafa fylgt í kjölfarið og hækkað stýrivexti á árinu, m.a. Englandsbanki, Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Japans, sem snéri baki við fimm ára viðvarandi núllvaxtastefnu sinni í júlí.
Trichet varar við aukinni verðbólgu

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent