Tveimur sýningum að ljúka 10. nóvember 2006 11:08 MYND/Ari Sigvaldason Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi Ljósmyndir Ara Sigvaldasonar eru allar svarthvítar og sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Þær sýna lítil augnablik í lífi fólks á götum og opinberum stöðum borgarinnar, oft við skrítnar og skemmtilegar aðstæður. Ari skilur myndavélina sjaldan við sig og laumast til að taka myndir af fólki, helst þannig að enginn taki eftir. Þannig má segja að myndirnar séu teknar úr launsátri án þess þó að nokkur eigi að bera skaða af. Sýningin er sett upp í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Flóðhestar og framakonur er athyglisverð sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Sýningin samanstendur af skemmtilegri blöndu af gömlum munum og nýstárlegum fjöldaframleiddum gripum, en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýningarnar eru í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13 -16. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 12. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi Ljósmyndir Ara Sigvaldasonar eru allar svarthvítar og sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Þær sýna lítil augnablik í lífi fólks á götum og opinberum stöðum borgarinnar, oft við skrítnar og skemmtilegar aðstæður. Ari skilur myndavélina sjaldan við sig og laumast til að taka myndir af fólki, helst þannig að enginn taki eftir. Þannig má segja að myndirnar séu teknar úr launsátri án þess þó að nokkur eigi að bera skaða af. Sýningin er sett upp í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Flóðhestar og framakonur er athyglisverð sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Sýningin samanstendur af skemmtilegri blöndu af gömlum munum og nýstárlegum fjöldaframleiddum gripum, en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýningarnar eru í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13 -16. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 12. nóvember. Aðgangur er ókeypis.
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira