Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela 9. nóvember 2006 10:49 Frá vettvangi árás Ísraels í fyrrinótt. MYND/AP Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira