Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar 8. nóvember 2006 16:47 MYND/Kolbrún K Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira