Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar 8. nóvember 2006 16:47 MYND/Kolbrún K Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira