Lego annar ekki eftirspurn 1. nóvember 2006 10:09 Legokubbar. Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Það eru uppsagnir á starfsfólki hjá Lego á síðastliðnum fjórum árum sem hefur komið niður á framleiðslunni. „Nú eru flestar vinsælustu vörur okkar uppseldar," segir talsmaður fyrirtækisins og bætir við að fyrirtækið hafi ekki náð að aðlagast hagræðingu í rekstri. Á meðal hagræðingarinnar er flutningur á störfum frá Danmörku til Tékklands og Mexíkó þar sem laun eru lægri. Talsmaður Lego neitaði hins vegar að tjá sig um það hversu mörgum pöntunum fyrirtækið gæti ekki sinnt. Danska viðskiptablaðið Börsen telur líkur á að Lego gæti orðið af 750 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmlega 8,7 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðrar sölu um jólin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Það eru uppsagnir á starfsfólki hjá Lego á síðastliðnum fjórum árum sem hefur komið niður á framleiðslunni. „Nú eru flestar vinsælustu vörur okkar uppseldar," segir talsmaður fyrirtækisins og bætir við að fyrirtækið hafi ekki náð að aðlagast hagræðingu í rekstri. Á meðal hagræðingarinnar er flutningur á störfum frá Danmörku til Tékklands og Mexíkó þar sem laun eru lægri. Talsmaður Lego neitaði hins vegar að tjá sig um það hversu mörgum pöntunum fyrirtækið gæti ekki sinnt. Danska viðskiptablaðið Börsen telur líkur á að Lego gæti orðið af 750 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmlega 8,7 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðrar sölu um jólin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira