Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði 26. október 2006 23:40 Frá kynningu á Windows Vista á síðasta ári. Mynd/Getty Images Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Til samanburðar nam hagnaður fyrirtækisins á sama tíma í fyrra 3,14 milljörðum dala eða rétt rúmlega 214 milljörðum íslenskra króna. Tekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum dala eða rúmlega 736 milljörðum íslenskra króna sem er 11 prósenta hækkun frá sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nemur 35 sentum á hvern hlut í Microsoft á tímabilinu en greiningaraðilar á Wall Street í New York í Bandaríkjunum höfðu reiknað með 31 senti á hlut. Sögðu þeir að hagnaðurinn hefði einungis getað aukist ef útgáfa á nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows Vista, hefði ekki tafist. Að sögn Microsoft liggur aukinn hagnaður einna helst í aukinni sölu á hugbúnaðarlausnunum á borð við SQL Server. Nýjasta stýrikerfi Microsoft kemur út í lok ársins. Fyrirtækjaútgáfan kemur út í nóvember en einstaklingsútgáfan í janúar. Upphaflega stóð hins vegar til að gefa stýrikerfið út í ágúst á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira