Indverska hlutabréfavísitalan Sensex fór í nýjar hæðir í kauphöll Indlands í dag þegar gengi hennar fór í 12.677 stig. Gengi vísitölunnar hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir 1,1 prósenta hækkun á markaðnum í dag var aukin bjartsýni fjárfesta um efnahagshorfur á Indlandi.
Hækkunin varð mest á gengi bréfa í indverska ríkisolíu- og gasfyrirtækinu Oil and Natural Gas Corporation og hjá hátæknifyrirtækjum á borð við Infosys.