Villepin varði forstjóra Airbus 9. október 2006 10:39 Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands. Mynd/AP Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. EADS, móðurfélag Airbus, hefur ekki samþykkt hagræðingarhugmyndir Streiffs nema að hluta, sem hann lagði fram eftir að flugvélaframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að afhending A380 risaþotum frá fyrirtækinu myndi dragast fram á næsta ár. Þá hefur þýska dagblaðið Allgemeine Zeitung birt frétt þess efnis að EADS leiti með logandi ljósi að eftirmanni Streiffs. Verði af uppsögn hans þykir líklegt að það verði enn eitt áfallið fyrir EADS, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hríðfallið eftir að afhending risaþotanna A380 hefur tvívegis tafist. Afhendingin er nú þegar tveimur árum á eftir áætlun. Streiff hefur einungis vermt forstjórastólinn í þrjá mánuði en hann var kallaður til starfa í lok júlí eftir að Gustav Humbert, fyrrum forstjóri Airbus, tók poka sinn. Haft hefur verið eftir Streiff að umfangsmikillar endurskipulagningar á rekstri Airbus sé þörf og kveða hugmyndir hans á um allt að 30 prósenta hagræðingar í rekstrinum. Slíkt myndi hafa í för með sér nokkrar uppsagnir í Toulouse í Frakklandi og í Hamborg í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittast í París í Frakklandi á fimmtudag og munu ræða um Airbus. Ríkisstjórnir beggja landa og fyrirtæki fara með stóra hluti í EADS, móðurfélagi Airbus. Franska ríkið á 15 prósenta hlut í félaginu en þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler og franska fjölmiðlasamsteypan Lagarde eiga sömuleiðis stóra hluti. Þau munu þó vera að íhuga að minnka þá talsvert eða niður í 22,5 prósent og 7,5 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp. EADS, móðurfélag Airbus, hefur ekki samþykkt hagræðingarhugmyndir Streiffs nema að hluta, sem hann lagði fram eftir að flugvélaframleiðandinn greindi frá því í síðustu viku að afhending A380 risaþotum frá fyrirtækinu myndi dragast fram á næsta ár. Þá hefur þýska dagblaðið Allgemeine Zeitung birt frétt þess efnis að EADS leiti með logandi ljósi að eftirmanni Streiffs. Verði af uppsögn hans þykir líklegt að það verði enn eitt áfallið fyrir EADS, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hríðfallið eftir að afhending risaþotanna A380 hefur tvívegis tafist. Afhendingin er nú þegar tveimur árum á eftir áætlun. Streiff hefur einungis vermt forstjórastólinn í þrjá mánuði en hann var kallaður til starfa í lok júlí eftir að Gustav Humbert, fyrrum forstjóri Airbus, tók poka sinn. Haft hefur verið eftir Streiff að umfangsmikillar endurskipulagningar á rekstri Airbus sé þörf og kveða hugmyndir hans á um allt að 30 prósenta hagræðingar í rekstrinum. Slíkt myndi hafa í för með sér nokkrar uppsagnir í Toulouse í Frakklandi og í Hamborg í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, hittast í París í Frakklandi á fimmtudag og munu ræða um Airbus. Ríkisstjórnir beggja landa og fyrirtæki fara með stóra hluti í EADS, móðurfélagi Airbus. Franska ríkið á 15 prósenta hlut í félaginu en þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler og franska fjölmiðlasamsteypan Lagarde eiga sömuleiðis stóra hluti. Þau munu þó vera að íhuga að minnka þá talsvert eða niður í 22,5 prósent og 7,5 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira