Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska flugfélaginu Aer Lingus og á nú 19,2 prósenta hlut í félaginu. Fyrir átti Ryanair 16 prósent. Ryanair gerði í alla hluti Aer Lingus í gær en stjórn félagsins segir tilboðið vanmat á virði þess.
Tilboð Ryanair í Aer Lingus hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða um 130 milljarða íslenskra króna.
Írska ríkið átti 85,1 prósent bréfa í Aer Lingus en seldi meirihluta þeirra í almennu hlutafjárútboði í byrjun vikunnar og heldur nú um 28,3 prósenti hluta í félaginu. Útboðsgengi í bréfum Aer Lingus var 2,2 evrur á hlut en tilboð Ryanair er 27 prósentum hærra eða 2,8 evrur á hlut.
Fastlega er búist við að írska ríkisstjórnin sé mótfallin tilboði Ryanair í Aer Lingus og selji ekki eftirstandandi hluti sína í félaginu þrátt fyrir hátt tilboð í þá.