3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns 2. október 2006 22:17 MYND/AP Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira