Saudi Arabar hafa svo miklar áhyggjur af ástandinu í Írak, að þeir ætla að reisa 880 kílómetra langan varnarmúr á landamærum ríkjanna.
Á múrnum verða fullkomnustu myndavélar og hreifiskynjarar sem hægt er að fá. Það verða jafnvel hreyfiskynjarar neðanjarðar, svo ekki sé hægt að grafa jarðgöng inn í landið.
Þetta bendir ekki beinlínis til þess að Saudi Arabar hafa mikla trú á því að hægt verði að lægja öldurnar í Írak.
Yfirmaður þjóðaröryggisráð landsins segir að þvert á móti óttist menn að Írak sé að liðast í sundur , og þegar að því komi kæri þeir sig ekki um að fá milljónir flóttamanna yfir landamærin til sín.