Fyrrverandi hershöfðinginn Surayud Chulanont var í dag svarinn í embætti forsætisráðherra Taílands, tæpum tveimur vikum eftir valdarán hersins þar í landi.
Eins og fram hefur komið í fréttum Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, og stjórn hans komið frá völdum þegar Thaksin var á fundi Sameinuðu þjóðanna þann 19. september, en hann var sakaður um víðtæka spillingu í embætti. Hinn nýi forsætisráðherra sagðist eftir athöfnina myndu einblína á hamingju þjóðarinnar fremur en hagvöxt. Herforingjastjórnin í Taílandi hefur einnig kynnt bráðabirgðastjórnarskrá sem gilda á þar til kosningar fara fram í landinu eftir um ár.