Á annað hundrað þúsund manna hefur verið fluttur af heimilum sínum við strendur Mið-Víetnams vegna komu fellibyljarins Xangsane. Búist er við að hann taki land í kvöld eða snemma í fyrramálið og hefur innanlandsflugi einnig verið frestað af þeim sökum. Fellibylurinn hefur þegar farið yfir Filippseyjar þar sem 61 lést af hans völdum og miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Fellibylurinn ber með sér mikla rigningu sem talið er að muni valda flóðum og aurskriðum í Mið-Víetnam og því taka yfirvöld enga áhættu.
