Verðbólga í evrulöndunum tólf lækkaði í september. Hún mældist 1,8% á síðust tólf mánuðum en þetta er minnsti verðbólguhraði á evrusvæðinu frá því í mars 2004. Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu og jafnframt að verðbólgan sé nú komin undir 2% viðmiðunarmörk Seðlabanka Evrópu.
Verðbólga í evrulöndunum lækkar
