
Erlent
Mannskætt rútuslys í Ekvador

Að minnsta kosti 47 manns, þar af 17 börn, létust í rútuslysi á fjallvegi nærri Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Bílstjóri rútunnar mun hafa verið á miklum hraða og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt. Aðeins fimm manns komust lífs af úr rútunni, allt börn, en þau eru nú á sjúkrahúsi. Talið er að fólkið hafi allt verið í sömu fjölskyldu sem leigði rútuna fyrir stutt ferðalag, en slysið mun vera það mannskæðasta í Ekvador í mörg ár.