Bill Gates ríkasti maður Bandaríkjanna 22. september 2006 09:16 Warren Buffett og Bill Gates, tveir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þeir hafa þekkst í mörg ár og spila stundum saman brids. Mynd/AFP Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett. Það merkilega er hins vegar að þeir 400 auðkýfingar sem eru á lista Forbes eiga hver um sig yfir 1 milljarð bandaríkjadala eða jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Blaðið segir eignir Gates nema 53 milljörðum dala eða rúmlega 3.700 milljörðum íslenskra króna. Líkt og fyrri ár er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett í öðru sæti en eignir hans nema 46 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 3.200 milljarða íslenskra króna. Á meðal annarra sem verma fimm efstu sætin eru Sheldon Adelson, sem á spilavíti víða um heim, Larry Ellison, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, og Paul Allen, en hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, er ríkasti maður Bandaríkjanna, samkvæmt úttekt bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er fjarri því að vera nýlunda því þetta er í 13. árið í röð sem Gates vermir fyrsta sætið. Fast á hæla honum er Warren Buffett. Það merkilega er hins vegar að þeir 400 auðkýfingar sem eru á lista Forbes eiga hver um sig yfir 1 milljarð bandaríkjadala eða jafnvirði rúmra 70 milljarða íslenskra króna. Blaðið segir eignir Gates nema 53 milljörðum dala eða rúmlega 3.700 milljörðum íslenskra króna. Líkt og fyrri ár er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett í öðru sæti en eignir hans nema 46 milljörðum dala eða jafnvirði rúmra 3.200 milljarða íslenskra króna. Á meðal annarra sem verma fimm efstu sætin eru Sheldon Adelson, sem á spilavíti víða um heim, Larry Ellison, stofnandi og forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, og Paul Allen, en hann stofnaði Microsoft ásamt Bill Gates.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira